Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi í sumar en stjórn Ungmennafélags Íslands komast að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. Unglingalandsmót hefur aldrei áður verið haldið í Borgarnesi en landsmót var haldið þar 1997.  

Fimm aðilar sóttu um að halda mótið, Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, og Ungmennafélag Eyjarfjarðar, UFA, Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, sóttu í sameiningu um að halda mótið.

,,Það var samdóma niðurstaða stjórnar UMFÍ að mótið yrði í Borgarnesi m.a. vegna þess að mótið hefur aldrei áður verið þar haldið. Ennfremur er öll aðstaða til fyrirmyndar í Borgarnesi. Okkur hlakkar mikið til að vinna með Borgnesingum að undirbúningi mótsins," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, á vef félagsins.

Nýjast