17. september, 2007 - 10:46
Unglingaflokkur Akureyrar í handbolta kvenna spilaði um helgina í undankeppni deildarkeppninnar í flokknum. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu undankeppnina og spila því í 1.deild í vetur í þessum flokki.