Umsóknarvefur Vinnuskólans á Akureyri hefur verið opnaður fyrir umsóknir. Vinnuskólinn er fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára.
Einnig er í boði sumarvinna með stuðningi. Hægt er að sækja rafrænt um á
heimasíðu Akureyrarbæjar og er tekið við umsóknum frá 19. mars til 19. apríl nk.
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri
Ráðhússins að Geislagötu 9. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.