Heildarakstur á árinu 2009 er þó aðeins undir árinu 2007 eða 0,4% minni. Þannig að enn gæti verið bið í að toppárinu 2007 verði náð. Akstur eykst á öllum landsvæðum utan höfuðborgarsvæðis, en þar virðist akstur dragast saman um tæpt 1%. Mest eykst aksturinn á Austurlandi eða um rúm 10 prósent. Vekur það nokkra athygli eftir sambærilegan samdrátt á síðast ári. Á árinu 2009 virðast Suðurland, Norðurland og Austurland hafa endurheimt samdrátt í akstri milli áranna 2007 og 2008. Eins og komið hefur fram þá dregst akstur saman á Höfuðborgarsvæðinu og Vesturland á nokkuð í land með að endurheimta þann samdrátt sem varð milli áranna 2007 og 2008. Þessar upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar en þar kemur fram að þær eru birtar með fyrirvara, þar sem um sé að ræða órýnd gögn sem gætu breyst við endanlega yfirferð stofnunarinnar, síðar á árinu.