Umferðarmiðstöð verður norðan við Ráðhúsið

Lóðin norðan við Ráðhúsið/mynd karl eskil
Lóðin norðan við Ráðhúsið/mynd karl eskil

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á þriðjudaginn nýtt deiliskipulag fyrir miðabæinn, aðeins fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti skipulaginu. Glerárgata verður þrengd samkvæmt skipulaginu og hafa komið fram efasemdir um slík áform.

Gert er ráð fyrir að umferðarmiðstöð rísi norðan við Ráðhúsið og hvetur Ragnar Sverrisson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar bæjaryfirvöld til að hefja framkvæmdir sem fyrst. Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins efast um að staðsetning umferðarmiðstöðvarinnar sé rétt. „Mér finnst þetta sækja á rétt íbúanna, sem þarna búa. Þeir búa nú þegar við þrengingu vegna aukinna umsvifa ÁTVR. Með því að setja umferðarmiðstöð þarna, þá verður hún í útjaðri og í íbúabyggð,“ sagði Ólafur Jónsson.

karleskil@vikudagur.is

 

Nýjast