27. nóvember, 2007 - 10:53
Umferðarljósin á gatnamótum Glerárgötu - Tryggvabrautar - Hörgárbrautar og Borgarbrautar á Akureyri eru óvirk en unnið er að viðgerð og ekki vitað að svo stöddu hvenær henni verður lokið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ástæðan fyrir biluninni er sú að í gærkvöld varð mjög harður árekstur á þessum gatnamótum og endaði annað ökutækið á einum ljósavitanum og skemmdi hann það mikið að ljósin urðu óvirk. Ökumenn eru beðnir að aka varlega um þessi gatnamót á meðan staða þessi er uppi og jafnframt má geta þess að biðskylda er fyrir umferð af Tryggvabraut og Borgarbraut þegar ljósin verða óvirk sem nú og nýtur því umferð um Glerárgötu og Hörgárbraut forgangs.