Samkvæmt upplýsingum frá Daníel Guðjónssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri, hefur umferðareftirlit verið með sama hætti undanfarin ár en hins vegar hafi sektir hækkað mjög mikið og að það sé líklega farið að hafa áhrif. Hegningarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Akureyri voru 780 í fyrra en 858 árið áður. Sérrefsilagabrot voru 371 árið 2008 en 387 árið 2007.
Alls komu upp13 kynferðisbrot í umdæmi lögreglunnar á Akureyri á síðasta ári og fækkað um 8 brot frá árinu 2007. Auðgunarbrotum fækkaði á milli ára, sem og líkamsárásarmálum. Fjöldi innbrotsmála var svipaður á milli ára en þjófnaðarmálum fækkað nokkuð.
Mun fleiri fíkniefnamál komu upp á síðasta ári en árið áður, eða 118 í fyrra en 78 árið 2007. Árið 2006 voru fíkniefnabrotin hins vegar 193 talsins. Brotum vegna ölvunaraksturs fækkaði á milli áranna 2007 og 2008 en mun fleiri mál komu upp vegna aksturs undir áhrifum ávana og fíkniefna á síðasta ári en árið 2007. Fjöldi umferðaróhappa var svipaður á milli ára.