Umdeildar kirkjuheimsóknir hjá skólabörnum

Akureyrarkirkja.
Akureyrarkirkja.

Skiptar skoðanir eru um heimsóknir skólabarna í kirkjur á aðventunni eins og hefð er fyrir í mörgum skólum. Samkvæmt heimildum Vikudags eru dæmi um að hætt hafi verið við heimsóknir í kirkju á Akureyri vegna óánægja foreldra sem miðast helst að því að verið sé að gera upp á milli trúarbragða og innræta kristna trú. Málið var rætt á skólastjórnarfundi hjá Akureyrarbæ í vikunni.

Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að skólarnir sjálfir ráði fyrirkomulaginu á því hvernig heimsóknum í kirkjur sé háttað og engin ein regla hafi verið sett um það.

„En mér finnst ekki að það sé sjálfgefið að skólar hætti að heimsækja kirkjur á aðventunni. Það er löngu liðin tíð að heimsóknir í kirkjur séu innræting á trú," segir Soffía.

Nánari umfjöllun um þetta mál verður í prentútgáfu blaðsins á fimmtudaginn kemur þar sem m.a. verður rætt við foreldra barns í grunnskóla og sóknarprest á Akureyri.

Nýjast