Þar af fjallar eitt námskeið sérstaklega um bókmenntir og bókmenntakennslu og annað um málfræði, málnotkun og málfræðikennslu. Auk þessa eru í boði alls 24 valkvæðar einingar í námskeiðum þar sem fjallað er um ýmist barna- og unglingabókmenntir eða málfræði og málnotkun í víðum skilningi. Þess skal jafnframt getið að kennaradeild Háskólans á Akureyri leggur mikla áherslu að lestrarfræði séu hluti af námi kennaraefna og hvaða sérhæfingu svo sem nemendur velja sér í námi sínu sitja þeir hið minnsta eitt námskeið á þessu sviði, segir í tilkynningu frá HA.