Tvö tilboð bárust í rekstur kaffihússins í Lystigarðinum á Akureyri, stefnt er að því að semja til næstu tíu ára frá og með 15. apríl næstkomandi og að nýr rekstraraðili gæti þá hafið rekstur með vorinu. Rekstur kaffihússins var boðinn út árið 2012 en á haustmánuðum 2013 ákvað stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að rifta samningi við Veitingar ehf., í eigu þeirra Sigurðar Guðmundssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar, sem gat ekki með góðu móti staðið undir áframhaldandi óbreyttum rekstri. Kaffihúsið í Lystigarðinum var reist árið 2012 í tilefni af 100 ára afmæli garðsins og 150 ára afmæli Akur eyrarkaupstaðar.
Kaffihúsið er samtals 177,2 m2 með kjallara og stórri verönd. Verið er að fara yfir tilboðin sem bárust.
karleskil@vikudagur.is