07. október, 2020 - 11:10
Fimm eru í einangrun á Norðurlandi eystra. Flestir á Akureyri.
Alls greindust 87 kórónuveirusmit innanlands í gær og af þeim voru 46 í sóttkví. Þetta kemur fram á covid.is. Tvö smit greindust á Norðurlandi eystra og eru nú fimm í einangrun á landshlutanum og 28 í sóttkví.