Tveir menn dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Mennirnir áttu báðir í kynferðislegu sambandi við stúlkuna og var annar þeirra dæmdur í 20 mánaða fangelsi, þar af 18 mánuði skilorðsbundið til þriggja ára og hinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið.  

Maðurinn sem dæmdur var í 20 mánaða fangelsi var gert að greiða stúlkunni 450 þúsund krónur í miskabætur. Hinn maðurinn var fundinn sekur um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við stúlkuna en einnig um umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar, sem nam rúmum 900 þúsund krónur og 400 þúsund króna sektar í ríkissjóð.

Nýjast