Tveir frá KA á Norðurlandamótið í blaki

Endanlegir hópar hafa verið valdir í U17 ára landsliði karla og kvenna í blaki sem heldur til keppni á Norðurlandamótið sem haldið verður í IKAST í Danmörku dagana 20.-22. desember næstkomandi. 

 

KA mun eiga tvo fulltrúa í keppninni en þær Sesselja Fanneyjardóttir og Harpa Björnsdóttir voru valdar í kvennalandsliðið og munu því keppa fyrir Íslands hönd í Danmörku.

Nýjast