Tvær sýningar opna í DaLí Gallery í dag

Tvær sýningar opna í DaLí Gallery á Akureyri í dag, laugardag, kl. 14.00. Það eru jafnframt fyrstu sýningar ársins í DaLí Gallery og eru þar á ferð listakonurnar Margrét Buhl og Jana María Guðmundsdóttir. Myndlistakonan Margrét Buhl opnar í DaLí Gallery og vinnur Margrét innsetningu í salinn sem fjallar um minningar, tímabil og tónlistatengsl með persónulegri nálgun. Margrét er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er þetta fyrsta einkasýning listakonunnar.  

Jana María Guðmundsdóttir, söng og leikkona opnar sýningu í litla rýminu KOM INN sem staðsett er á vinnustofu DaLí, einu af minnstu sýningarrýmum landsins. Jana María verður einnig með innsetningu og í verki sínu fjallar hún um skynfærin og gerir tilraun til að næra andann. Jana María lauk fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, burtfararprófi í einsöng í Söngskóla Reykjavíkur og BA í leiklist við Konunglega Listaháskólann í Skotlandi, Royal Schottish Academy of Music and Drama.

DaLí Gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 meðan á sýningunum stendur eða til 24.janúar.

Nýjast