Tuttugu marka sigur Vals gegn KA/Þór í dag

KA/Þór og Valur mættust í dag í Vodafonehöllinni í N1- deild kvenna í handbolta. Valsstúlkur höfðu mikla yfirburði í leiknum og unnu að lokum tuttugu marka sigur, 35:15, eftir að hafa haft sjö marka forystu í hálfleik, 14:7. Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdóttir markahæst með 5 mörk, Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði 3 mörk og þær Ásdís Sigurðardóttir og Unnur Ómarsdóttir komu næstar með 2 mörk hvor. Þá varði Selma Sigurðardóttir 1 skot í marki KA/Þórs og Lovísa Eyvindsdóttir varði 3 skot.

Í liði Vals voru þær Hrafnhildur Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsóttir markahæstar með 6 mörk. Þá varði Sunneva Einarsdóttir 11 skot í marki heimamanna.

Eftir leikinn eru Valsstúlkur komnar í efsta sæti deildarinnar með 16 stig en KA/Þór situr í 7. sæti með þrjú stig.

Nýjast