Toyo- Tires torfæran farin af stað

Mótorsportið er nú farið á fullt eftir vetrarfrí og fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í torfæru, sem ber heitið Toyo- Tires, fór fram um helgina í Kollafirði. Alls voru 17 keppendur á mótinu og þar af 9 keppendur frá Bílaklúbbi Akureyrar.

Í flokki sérútbúnabíla sigraði Jón Örn Ingileifsson BA með 1909 stig, í öðru sæti varð Guðlaugur S. Helgason Start með 1761 stig og í þriðja sæti Jóhann Rúnarsson BA með 1735 stig.

Í götubílaflokki sigraði Haukur Þorvaldsson BA með 1892 stig, í öðru sæti hafnaði Steingrímur Bjarnason BA með 1860 stig og í þriðja sæti varð Sigurður Þór Jónsson FOC með 1815 stig.

Nýjast