Að sögn fulltrúa Sambands íslenskra framhaldsskólanema er meginmarkmiðið með tónleikunum að skemmta framhaldsskólanemum á uppbyggilegan hátt og koma í veg fyrir óæskilega vímuefnanotkun. Söngkeppni framahaldsskólanna verður haldin í Íþróttahöllinni annað kvöld, laugardagskvöld, og þrátt fyrir prýðilega hegðan velflestra gesta hennar, hefur endrum og sinnum borið á nokkrum skrílslátum. Með því að halda tónleika á sundlaugarbakkanum og sjá til þess að framhaldsskólanemar hafi eitthvað fyrir stafni er vonast til að hægt verði að sporna við slíkri hegðan. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.