Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins á Akureyri

Alls gefa 12 manns kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor en frestur til að tilkynna þátttöku rann út í gær sunnudag. Þrír gefa kost á sér í 1. sæti listans, þau Gerður Jónsdóttir, Guðmundur B. Guðmundsson og Hannes Karlsson. Prófkjör flokksins fer fram þann 23. janúar nk.  

Kosið verður í sex efstu sætin á framboðslista flokksins við sveitarstjórnarkosningarnar, sem fram fara þann 29. maí 2010. Eftirtaldir 12 einstaklingar taka þátt í prófkjörinu og bjóða sig fram í þau sæti sem tilgreind eru í sviga við nöfn þeirra:

Birgir Torfason,  framkvæmdastjóri   (3.)

Birkir Örn Pétursson, nemi   (6.)

Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður   (4. til 6.)

Gerður Jónsdóttir, varabæjarfulltrúi   (1.)

Guðlaug Kristinsdóttir,  viðskiptafræðingur  (2. til 3.)

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, skrifstofustjóri    (1.)

Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri, Vanabyggð 4d   (1.)

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, framkvæmdastjóri    (4.)

Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari, Engimýri 10   (2.)

Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri   (3.)

Sigríður Bergvinsdóttir, hárgreiðslumeistari   (6.)

Siguróli Magni Sigurðsson, þjónustufulltrúi   (4. til 6.)

Nýjast