Tjón á bílum hefur aukist vegna salts

Salt á götum skemmir bíla fyrr en ella en dregur úr svifryki.
Salt á götum skemmir bíla fyrr en ella en dregur úr svifryki.

Varahlutaverslunum á Akureyri ber saman um að sala á varahlutum í bremsubúnað bíla hafi aukist eftir að Akureyrarbær fór að nota saltblandaðan sand á götum bæjarins. Mikil umræða hefur verið um saltnoktun á göturnar en í byrjun vikunnar fór af stað undirskriftalisti þar sem skorað er á Akureyrarbæ að hætta notkun salts og halda sig við sandinn. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1000 manns skrifað undir. Einnig hefur verið stofnuð Facebook-síða undir heitinu „Við viljum saltið burt af götum Akureyrar“. Þar hafa 1.700 líkað
við síðuna.

Ekki er notað hreint salt lengur til hálkuvarna heldur er allt hálkuvarnarefni saltblandað, hvort heldur það er notað á götur, gönguleiðir eða bílaplön. Það verður til þess að minna þarf af malarefni til hálkuvarna en áður og þar af leiðir myndast mun minna af svifryki út frá hálkuvörnum en áður. 

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir hagræði af þessu, bæði fjárhagslega og vinnulega og að mati þeirra sem hafi umsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á vegum bæjarins þá eru kostirnir fleiri en gallarnir.

Lesa má lengri frétt um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 18. febrúar

Nýjast