Giljaskóli á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri hefur undanfarið gert tilraun í að nota núvitund í skólastarfi. Teymi var stofnað utan um núvitundarkennslu í Giljaskóla veturinn 2014-2015 en skólinn fór í samstarf við HA varðandi mat á áhrifum kennslunnar. Gerð var samanburðarrannsókn á Giljaskóla og öðrum skóla sem ekki hefur notað núvitund og sýna niðurstöður óyggjandi mun á líðan barna.
Skilgreining á núvitund er í stuttu máli sú að með því að stýra athygli sinni má róa hugann og nýta á markvissari hátt til að bæta líðan og árangur.
Kristín Elva Viðarsdóttir, skólaráð gjafi og sálfræðingur í Giljaskóla, segir niðurstöðurnar sýna að kennsla í núvitund geti verið mikilvæg í skólastarfi. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.