Tillaga til sáttar um umdeildt síki kynnt á fundi sjálfstæðismanna

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri efnir til súpufundar á morgun í Kaupangi um skipulagsmál. Ólafur Jónsson varaformaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar, sem skipar 2. sætið á framboðslista D-listans, flytur á fundinum erindi um skipulagsmál, sérstaklega mun hann fjalla um nýtt miðbæjarskipulag.  

Ólafur mun meðal annars kynna tillögu til sáttar um hið umdeilda síki í miðbænum. Fundurinn verður eins og fyrr segir haldinn í Kaupangi. Hann hefst klukkan 12:00 og lýkur klukkan 13:00. Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og ræða, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast