Tillaga Ingibjargar Berglindar valin

Loðdýrabændur að Syðra-Skörðugili í Skagafirði hafa undanfarin misseri unnið að vöruþróun sem gengur út á að vinna græðandi smyrsl úr minkafitu. Nú í ársbyrjun fóru aðstandendur verkefnisins þess á leit við Myndlistaskólann á Akureyri að nemendur Listhönnunardeildar skólans hönnuðu vörumerki fyrir afurðirnar. Í framhaldi var efnt til samkeppni nemenda á fyrsta-, öðru- og þriðja ári deildarinnar.

 

Merki Ingibjargar Berglindar Guðmundsdóttur var valið sem framtíðarauðkenni Gands.

Afhending verðlauna fór fram í Myndlistaskólanum á Akureyri í gær, föstudag, ásamt því að eigendur Gands tóku formlega við merkinu.

 

Nýjast