Tillaga að breytingum á kjörum embættismanna dregin til baka

Á fundi kjarasamninganefndar Akureyrarbæjar í gær, var fjallað um tillögu að breytingum á kjörum embættismanna, sem samþykkt var á fundi kjarasamninganefndar 18. mars sl. Nefndin samþykkti á fundinum í gær að draga til baka tillöguna sem samþykkt var á fundinum í mars og jafnframt að fresta umfjöllun um breytingar á kjörum embættismanna.  

Á fundinum í mars var umfjöllun um reglur um kjör embættismanna frá 3. maí 2007 ásamt vinnureglum sem eru hluti þeirra.  Jafnframt var samþykkt eftirfarandi tillaga að breytingum á ofangreindum reglum.  "Samþykkt að lækka laun embættismanna hjá Akureyrarbæ. Tillaga að lækkun skal kynnt fulltrúum embættismanna og leitað umsagnar þeirra. Tillaga að lækkun er í samræmi við úrskurð kjararáðs frá 1. mars 2009 um lækkun launa embættismanna hjá ríkinu sem undir það heyra og í samræmi við lækkun launa stjórnenda hjá ýmsum öðrum sveitarfélögum." Sem fyrr segir hefur þessi tillaga nú verið dregin til baka og umfjöllun um breytingar á kjörum embættismanna frestað.

Nýjast