Starfshópur sem forsætisráðuneytið skipaði í vor og leita á leiða í að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll fundaði í fyrsta sinn á dögunum. Nefndina skipa fulltrúar frá ISAVIA og innanríkisráðuneytinu, auk aðila í ferðamálum og atvinnuþróunarmálum á Norðurlandi og Austurlandi.
Nefndin mun starfa í þrjá mánuði við að greina og setja fram aðgerðaráætlun um hvernig koma á reglulegu millilandaflugi. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, situr í nefndinni.
Það hefur strax haft áhrif á viðræður við flugfélög erlendis að forsætisráðuneytið sé að leggja þessa línu. Við fórum á flugráðstefnu til Bretlands í apríl og í framhaldi af því erum við komin í viðræður við ákveðið flugfélag. Þannig að það liggur opið tilboð frá okkur á borðinu, segir Arnheiður. Hún segist ekki geta tjáð sig um hvaða flugfélag ræðir að svo stöddu, en flugfélög á borð við Easy Jet og Norwegian hafa oft verið nefnd í þessu samhengi. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev