Töluvert hefur snjóað á Akureyri og nágrenni undanfarið. Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur eru lokaðir, þungfært er á götum Akureyrar og þó nokkuð um að fólksbílar sitji fastir. Á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að fólk ætti að huga vel að því að leggja ekki af stað á bílum sem ráða illa við þá færð sem nú er.