Þrjú gull til KA á alþjóðlegu júdómóti

Um sl. helgi fór fram alþjóðlegt júdómót fyrir 20 ára og yngri í Danmörku þar sem lið KA átti þrjá keppendur sem sópuðu til sín verðlaunum. Bergþór Steinn Jónsson sigraði í -66 kg flokki og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki. 

Adam Brand Þórarinsson sigraði í -81 kg flokki og vann einnig bronsverðlaun í opnum flokki. Þá sigraði Helga Hansdóttir í opnum flokki en hlaut bronsverðlaun í -57 kg flokki.  

Nýjast