Þrjár umsóknir um stöðu skólastjóra Brekkuskóla

Þrjár umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í gær. Aðeins konur sóttu um stöðuna en núverandi skólastjóri er Karl Erlendsson. Umsækjendur um stöðuna eru; Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Hildur Bettý Kristjánsdóttir , grunnskólakennari og Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri. Nemendur í Brekkuskóla eru um 550 og starfsemenn tæplega 80, þar af um 50 kennarar. Hlutfall fagmenntaðra kennara er um 99%.

Nýjast