Þrír meistaranemar í heim- skautarétti við HA hlutu styrk

Þrír meistaranemar í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri hlutu í síðustu viku styrk úr sjóði sem Arngrímur Jóhannsson flugstjóri kom á fót til að styðja við bakið á ungu fólki sem tekur þátt í því brautryðjendastarfi sem námið er.  

Hver nemandi fyrir sig hlaut 900 þúsund krónur til eigin framfærslu þetta skólaár. Nemendurnir þrír eru Alena Ingvarsdóttir, Harry Borlase og Yichao Chen. Meistarnám í heimskautarétti hófst í lok ágúst og er fyrsta námsbraut sinnar tegundar í heiminum. Kennt er á tveimur brautum. Nemendur sem lokið hafa BA eða ML í lögfræði geta lokið LLM gráðu á einu ári en nemendur með BA eða BS geta lokið MA í heimskautarétti á tveimur árum.

Nýjast