Þrír leikmenn skrifa undir hjá Þór/KA

Þrír leikmenn hjá Þór/KA í Landsbankadeild kvenna hafa skrifað undir tveggja ára samning við liðið en þetta eru þær Alexandra Tómasdóttir sem er 21 árs, Eva Björk Benediktsdóttir og Íunn Eir Gunnarsdóttir en þær eru báðar 17 ára gamlar.

Nói Björnsson úr leikmannaráði sá um að undirrita samningana fyrir félagið en vegna þess hve þær Eva Björk og Íunn Eir eru ungar þá þurftu forráðamenn þeirra að samþykkja samningana. Fleiri leikmenn eru væntanlegir til að skrifa undir hjá félaginu á næstu dögum.

 Fréttin kemur fram á fotbolti.net

Nýjast