Þrír frá KA í liði ársins

Þrír leikmenn frá KA voru valdir í lið ársins í 1. deild karla í knattspyrnu af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. Leikmennirnir eru Sandor Matus, Haukar Heiðar Hauksson og David Disztl. Allir voru þeir lykilmenn í liði KA í sumar sem hafnaði í 5. sæti deildarinnar.

Liðið er þannig skipað: 

 

Markvörður:
Sandor Matus (KA)

Varnarmenn:
Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar)
Agnar Bragi Magnússon (Selfoss)
Jón Steindór Sveinsson (Selfoss)

Miðjumenn:
Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar)
Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð)

Sóknarmenn:
Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
David Disztl (KA)
Árni Freyr Guðnason (ÍR)

Nýjast