Þrír voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir umferðaóhapp á mótum Glerárgötu, Tryggvabrautar og Borgarbrautar laust eftir kl. 15 í dag. Tveir bílar sem komu sitt úr hvorri áttinni skullu þar saman og er því ekki talið ólíklegt að önnur hvort bifreiðin hafi ekið gegn rauðu ljósi við gatnamótin. Það liggur hins vegar ekki óyggjandi fyrir nú, en lögregla rannsakar tildrög slyssins. Meiðsl voru talin minni háttar en töluverðar skemmdir voru á bílunum.