Skautafélag Akureyrar gerði góða ferð suður um helgina er liðið sigraði Björninn, 6:3, í Egilshöllinni í gær á Íslandsmóti karla í íshokkí. Sigurður Sveinn Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir SA í leiknum og þeir Stefán Hrafnsson, Jóhann Már Leifsson, Josh Gribben og Gunnar Darri Sigurðsson eitt mark hver. Mörk Bjarnarins skoruðu Brynjar Þórðarson, Gunnar Guðmundsson og Trausti Bergmann.
SA hefur 17 stig í öðru sæti deildarinnar eftir níu leiki en Björninn er með þrjú stig í neðsta sætinu eftir átta leiki. Liðin mætast að nýju milli jóla og nýárs í Skautahöll Akureyrar, sunnudaginn 27. desember.