Þriggja ára styrktarsamningur

Í gærmorgun skrifuðu Landflutningar-Samskip og Fiskidagurinn mikli undir 3 ára styrktarsamning.

Allt frá upphafi Fiskidagsins mikla, eða í sex ár, hafa Landflutningar-Samskip verið í hópi aðalstyrktaraðila. „Það er okkur mikil ánægja að skrifa undir samning við þetta góða fyrirtæki sem hefur sinnt Fiskideginum mikla af alúð, þolinmæði og hvergi slegið af. Það væri hreinlega erfitt að halda daginn hátíðlegan án þeirra," segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Landflutningar-Samskip hafa m.a. boðið upp á fría siglingu um Eyjafjörðinn með Grímseyjarferjunni Sæfara og hafa hátt í 7000 manns nýtt sér boðið.

Nýjast