Þriðja tap Akureyrar í röð

Akureyri tapaði sínum þriðja leik í röð í N1- deild karla í handbolta er liðið lá gegn Valsmönnum í Vodofonehöllinni í kvöld. Valur vann tveggja marka sigur, 24:22, eftir að hafa haft sex marka forystu í hálfleik, 15:9. Þar með höfðu liðin sætaskipti í deildinni þar sem Valur er komið í annað sæti deildarinnar með 23 stig, en Akureyri hefur 22 stig í þriðja sæti deildarinnar.

Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar í kvöld með 6 mörk. Hjá Valsmönnum voru þeir Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson markahæstir með 5 mörk.

Næsti leikur Akureyrar verður gegn HK á heimavelli annan dag páska og ljóst að ekkert annað en sigur kemur til greina fyrir norðanmenn í þeim leik, ætli þeir sér í úrslitakeppnina í vor.

Nýjast