Þrettándagleði Þórs verður á sínum stað á morgun, 6. janúar og verður haldin í Boganum kl. 18:00. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður að venjum, jólasveinar koma og kveðja jólin, Álfakóngur mætir á svæðið með drottningu sína, flytja ávarp og taka lagið.
Meðal skemmtiatriða:
Meðal skemmtiatriða:
Klaufar og Kóngsdætur
Kóngur og Drottning
Álfar og Tröll
Jólasveinar
Píla Pína
Heitt kakó, kaffi og soðið brauð með hangiketi verður til sölu í Boganum meðan á skemmtuninni stendur.
Eldar munu loga í kerjum fyrir utan Bogann.
Mæting fyrir púka í andlitsmálun er kl. 17:15 í Hamri. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.