Þá komu fimm mörk í röð hjá gestunum sem breyttu stöðunni í 5:10 sér í vil og áður en flautað var til hálfleiks hafði Stjarnan aukið muninn í sjö mörk og hafði yfir í hálfleik, 17:10.
Stjörnustúlkur héldu áfram á sömu braut í seinni hálfleik og náðu mest 16 marka forystu í stöðunni 14:30. Það fór svo að lokum að Stjarnan tryggði sér 13 marka sigur, 32:19. KA/Þór er því enn án stiga í deildinni eftir fimm leiki en Stjarnan hefur 10 stig eftir sex leiki.
Hjá KA/Þór var Inga Dís Sigurðardóttir markahæst með 7 mörk, Martha Hermannsdóttir skoraði 4 mörk, Unnur Ómarsdóttir 3 mörk og aðrar minna. Þá varði Selma Sigurðardóttir 9 skot í marki KA/Þórs og Lovísa Eyvindsdóttir varði 5 skot.
Í liði Stjörnunnar voru markahæstar þær Alina Tamasan með 9 mörk og Harpa Sif Eyjólfsdóttir með 8 mörk. Sem fyrr segir þá átti Florentina Stanciu stórleik í marki gestanna með 28 skot varin og Sólveig Björk Ásmundsdóttir varði 1 skot.
Næsti leikur KA/Þórs verður heimaleikur gegn Víkingi nk. miðvikudag, þann 11. nóvember, þegar liðin eigast við í Eimsbikarkeppni kvenna.