Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis og Jóhannes Baldursson, einn af stjórnendum Glitnis, hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í Stím málinu svokallaða, sem snýst um milljarða króna lánveitingar Glitnis skömmu fyrir hrun. Þorvaldur Lúðvík er nú framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Grein var frá þessu í Fréttum RÚV í kvöld.
Málið er, í peningum talið, eitt af þeim stærstu sem embætti sérstaks saksóknara hefur ákært fyrir. Það verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok febrúar.