Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ákærður

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis og Jóhannes Baldursson, einn af stjórnendum Glitnis,  hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í Stím málinu svokallaða, sem snýst um milljarða króna lánveitingar Glitnis skömmu fyrir hrun. Þorvaldur Lúðvík er nú framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Grein var frá þessu í Fréttum RÚV í kvöld.

Málið er, í peningum talið, eitt af þeim stærstu sem embætti sérstaks saksóknara hefur ákært fyrir. Það verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok febrúar.

Frétt RÚV

 

Nýjast