Þórukaffi við eldhúsborðið hjá Hrönn og Pálma

Hrönn og Pálmi taka á móti gestum og gangandi alla föstudaga í júní í Rauðumýri 15, á milli kl. 15 o…
Hrönn og Pálmi taka á móti gestum og gangandi alla föstudaga í júní í Rauðumýri 15, á milli kl. 15 og 18.

Hjónin Hrönn Brynjarsdóttir og Pálmi Óskarsson opna kosningeldhús til stuðnings Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda og bjóða gestum og gangandi heim til sín í Rauðumýri 15 á Akureyri alla föstudaga í júní. Það verður heitt á könnunni og kaffi og vöfflur á boðstólnum. Stuðningsmenn Þóru, þeir sem vilja kynna sér framboð hennar og allir þeir sem vilja spjalla um kosningarnar framundan eru velkomnir. Hrönn og Pálmi segja í fréttatilkynningu, að með þessu vilji þau sýna framboði Þóru stuðning en heimboðið sé þó ekki einskorðað við stuðningsmenn hennar því allir séu velkomnir. "Okkur finnst það mikilvægt í kosningum sem þessum að fólk skiptist á skoðunum og ræði málin og þetta er okkar framlag til þess" segja þau Hrönn og Pálmi, en þau hjón segjast reikna með líflegum umræðum við eldhúsborðið. "Það er það góða við að búa í lýðræðislegu þjóðfélagi að allir hafa rétt á að tjá sig og við vonumst til að sem flestir leggi leið sína að eldhúsborðinu í Rauðumýrinni,” segir ennfremur í fréttatilkynninguni.


Nýjast