Íþróttafélagið Þór fagnar 100 ára afmæli sínu um helgina en félagið var stofnað þann 6. júní árið 1915. Í tilefni aldarafmælisins verður blásið til veislu þar sem Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins koma saman og fagna afmælinu. Árni Óðinsson hefur verið formaður Þórs undanfarin fjögur ár og segir heiður að starfa fyrir félagið. Vikudagur ræddi við Árna á þessum tímamótum en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.
-þev