Eftir jöfnunarmarkið var markvörður Þórs, Atli Már Rúnarsson, rekinn af velli og sigurmark heimamanna kom svo í blálokin en það gerði Stefán Örn Arnarson. Þór er þar með úr leik í bikarnum og framundan er botnbarátta í 1. deildinni, þar sem liðið situr nú í þriðja neðsta sæti, með aðeins 6 stig eftir 9 umferðir.