Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í kvöld með þremur leikjum. Þórsarar sóttu KR heim þar sem heimamenn höfðu betur 3:1. Það var Sveinn Elías Jónsson sem skoraði mark Þórs í kvöld en mörk KR skoruðu þeir Bjarni Guðjónsson, Guðjón Baldvinsson og Viktor Bjarki Arnarsson. Þórsarar eru eftir leikinn í tíunda sæti deildarinnar með þrjú stig, en KR endurheimti toppsætið með sigrinum og hefur 10 stig.
Úrslit annarra leikja í Pepsi deildinni í kvöld:
FH-Víkingur R. 1:1
Grindavík-Keflavík 0:2
Fimmta umferð deildarinnar fer fram sunnudaginn 22. maí, en þá fá Þórsarar bikarmeistara FH í heimsókn á Þórsvöll.