Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þórsarar náðu fljótlega að saxa verulega á forskot gestanna og höfðu skyndilega höfðu þeir einu stigi yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Eftir mikinn barning næstu sekúndur var staðan jöfn 90-90 þegar nákvæmlega mínúta var eftir.
En eins og með lið sem eiga í fallbaráttu virðast lukkudísirnar yfirleitt á bandi andstæðinganna og það voru þær svo sannarlega í þessum leik því gestirnir settu niður tvær þriggja stiga körfur á síðustu mínútunni og var sú fyrri, sem gerði svo gott sem út um vonir Þórsara, úr mjög erfiðri stöðu. Lokatölur 96-90 fyrir ÍR.
Leikurinn var hin mesta skemmtun og verður að segja Þórsurum það til hróss að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu oft og tíðum fínan körfubolta. Liðið á enn veika von um að halda sæti sínu í deildinni ef þeir vinna KR í síðustu umferðinn næsta sunnudag og önnur úrslit verða þeim í hag. Sem verður að teljast verulega ólíklegt miðað við leikjaáætlun FSU og Tindastóls sem eru í fallbaráttunni ásamt Þór.
Stig Þórs: Konrad Tota 24, Guðmundur Jónsson 17, Hrafn Jóhannesson 16, Daniel Bandy 14, Jón Orri Kristjánsson 12, Óðinn Ásgeirsson 4, Baldur Jónsson 3.