Þórsarar eiga góða möguleika eftir jafntefli í Dublin

Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs fyrir sínu liði í kvöld. Mynd: Sævar Geir.
Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs fyrir sínu liði í kvöld. Mynd: Sævar Geir.

Lið Þórs á góða möguleika á að komast í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildar UFEA í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn írska úrvalsdeildarliðinu Bohemians í Dublin í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og jafnframt fyrsti Evrópuleikur Þórs. Síðari leikurinn fer fram á Þórsvellinum eftir viku. Líklegt verður að telja að uppselt verði á Þórsvöllinn en aðeins 900 sæti eru í boði. Liðið  sem kemst áfram mætir tékkneska félaginu Mladá Boleslav í 2. umferðinni 19. og 26. júlí.

Nýjast