Þór/KA/Völsungur með sigur gegn KR

Þór/KA/Völsungur tók á móti KR í gær er liðin mættust á Þórsvellinum á Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna í 2. flokki. Norðanstelpur höfðu betur í leiknum og unnu að lokum 2-1 sigur.

Mörk heimastúlkna skoruðu þær Eva Benediktsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir. Þór/KA/Völsungur er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir níu leiki.

Nýjast