Þór/KA átti ekki í vandræðum með nýliða FH á Íslandsmótinu í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu er liðin mættust í Kaplakrika í dag. Þór/KA vann öruggan 4:1 sigur, eftir að hafa lent marki undir í leiknum. Elva Friðjónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Þór/KA í leiknum og þær Rakel Hönnudóttir og Vesna Smiljkovic sitt markið hvor. Mark FH skoraði Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir. Með sigrinum er Þór/KA komið með 10 stig í deildinni en FH situr á botninum án stiga.