Þór/KA úr leik í Lengjubikarnum

Valur sigraði Þór/KA í kvöld, 2:1, er liðin mættust í Egilshöllinni í undanúrslitum Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir komu Val í 2:0, en Mateja Zver minnkaði muninn fyrir Þór/KA undir lok leiksins.

Það er því ljóst að Þór/KA mun ekki verja titilinn frá því í fyrra. Í úrslitaleiknum mætast Valur og Fylkir, en Fylkir sigraði Breiðablik 1:0 í undanúrslitum í kvöld.

Nýjast