Þór/KA lagði KR

Kvennalið Þórs/KA lagði KR 1-0 í deildarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Boganum í gær. Það var Bojana Besic sem skoraði sigurmark Þór/KA á 66 mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

Heimastúlkur í Þór/KA voru sterkari aðilinn í leiknum og hefðu getað unnið stærri sigur. Guðný Ósk Sigurðardóttir og Eva Björk Benediktsdóttir fengu báðar mjög góð færi til að bæta við mörkum fyrir norðanstúlkur en brást bogalistin.

Eftir sigurinn er Þór/KA í 1-2. sæti ásamt Val í A-deild deildarbikarkeppni kvenna. Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Aftureldingu/Fjölni í Egilshöllinni í Reykjavík.

Nýjast