Þór/KA tyllti sér á toppinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á KR á útivelli í eina leik dagsins í deildinni. Það var hin bandaríska Kayle Grimsley sem skoraði mark gestanna í leiknum á 58. mínútu. Þór/KA hefur unnið báða leiki sína í deildinni og hefur sex stig í toppsætinu en FH og Breiðablik hafa fjögur stig í næstu sætum. KR hefur eitt stig í sjöunda sæti.