Þór/KA tryggði sér í dag bikarmeistaratitil 2. flokks kvenna í knattspyrnu með 4-1 sigri á KR í úrslitaleik sem fram fór á Akureyrarvellinum.
Rakel Hönnudóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Þór/KA í fyrri hálfleik, en KR minnkaði muninn í 2-1 áður en hálfleikurinn var á enda.
Síðari hálfleikur var frábær af hálfu Þórs/KA en þær létu sér nægja að bæta við tveimur mörkum, frá Freydísi Önnu Jónsdóttur og Rakel Hönnudóttur.
Áðurnefnd Rakel, ásamt miðvarðaparinu Ingu Dís Júlíusdóttur og Elvu Marý Baldursdóttur, voru bestu leikmenn Þórs/KA í leiknum en raunar spiluðu allir leikmenn liðisins vel.
Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi nk. fimmtudag.