Þór/KA á toppinn eftir sigur á FH

Þór/KA er komið á toppinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á FH á útivelli í dag en þetta var fyrsti leikurinn í fjórðu umferð deildarinnar. Katrín Ásbjörnsdóttir, Kayle Grimsley og Lára Einarsdóttir komu Þór/KA þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Bryndís Jóhannesdóttir minnkaði muninn fyrir FH í byrjun seinni hálfleiks. Sandra María Jessen skoraði fjórða og síðasta mark Þórs/KA tíu mínútum fyrir leikslok. Þór/KA hefur tíu stig á toppnum en FH fjögur stig í fjórða sæti. Fjórða umferð deildarinnar klárast á morgun með fjórum leikjum.

 

Nýjast